139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:29]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég minni á að þessi liður er til kominn vegna þess að stjórnvöld fyrri ára komu þjóðinni á lánafyllirí ef svo má segja. Við erum að súpa seyðið af því, timburmennirnir eru áberandi. (Gripið fram í: Hvernig gengur …?)

Ég hvet ráðamenn hér fyrir aftan mig í þinghúsinu til að koma á fót skrifstofum umboðsmanns skuldara víðar en í Reykjavík. Það er ekki sanngjarnt að skuldugt fólk á Patreksfirði, Raufarhöfn og í Vestmannaeyjum þurfi að leggja leið sína alla leið til Reykjavíkur með ærnum tilkostnaði til að leita sér ráða. Þess vegna hvet ég hæstv. ráðherra til að koma á fót skrifstofum víðar en í Reykjavík. Eru þar nægar skrifstofur fyrir.