139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er öllum ljóst eftir þessi tvö ár að Vinstri grænum er ekki treystandi til að fara með heilbrigðismálin. Við erum búin að missa þessi tvö ár núna, þau hafa farið í súginn í þessum mikilvæga málaflokki. (Gripið fram í: Læra.)

Það hefur verið mikið slökkvistarf í gangi hjá núverandi hæstv. ráðherra en auðvitað ber þetta starf m.a. einkenni þess að hér er um að ræða tilfærslu á vanda. Það er kaldhæðnislegt, virðulegi forseti, að ríkisstjórn undir forustu hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sé að færa fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra til þess að reka heilbrigðisstofnanir. Ég vildi bara vekja athygli á þessu og ítreka að það er mikilvægt að vanda til verka, hafa samráð við fólk og (Forseti hringir.) horfast í augu við vandann. Það hefur ekki verið gert undanfarin tvö ár og (Forseti hringir.) þess vegna erum við í þeirri stöðu sem við erum í núna.