139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eftir þrjár vikur og tvo daga flytjast málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna og það er ekki enn búið að samþykkja lögin. Félagsmálanefnd vinnur mjög hart núna að því frumvarpi sem hér liggur fyrir. Þetta er mjög ámælisvert og er áhyggjuefni. Hins vegar vonum við öll að þetta gangi vel.

Hér er líka liður um að leggja niður svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og það fólk sem þar vinnur veit ekki enn þá þrem vikum fyrir áramót hvort það verður samþykkt eða ekki og hvort það haldi vinnunni eða haldi henni ekki. Þetta er ekki boðlegt, frú forseti.