139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég fagna því að áætlaður niðurskurður í atvinnuleysistryggingum hefur verið dreginn til baka að flestu leyti og ég vek sérstaka athygli þingheims á því að við erum tímabundið að bæta við ári í réttinn til töku atvinnuleysisbóta til að koma til móts við þann stóra hóp sem missti störf sín í aðdraganda hruns bankanna og þeirrar stöðnunar sem það olli í efnahagskerfinu.