139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:49]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég tek undir atkvæðaskýringu hv. síðasta ræðumanns. Það sem skiptir mestu máli er að við tryggjum að þau prinsipp sem voru grundvöllur lagasetningarinnar á sínum tíma, þ.e. að jafn réttur beggja foreldra, föður og móður, til að taka fæðingarorlof sé tryggður og réttur barnsins til að hafa foreldra sína hjá sér. Það þarf að passa upp á þessi prinsipp. Ég trúi ekki öðru en að við séum öll sammála um þessi grundvallaratriði sem voru sett inn í lögin á sínum tíma. Þess vegna er mikilvægt að hringlanda þessa árs og síðasta árs með Fæðingarorlofssjóðinn ljúki og að öll þessi stefnumótun verði skoðuð með það í huga hvernig við getum styrkt sjálfstæði sjóðsins með framtíðina í huga.