139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:50]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vek sérstaka athygli á því að hér er verið að veita fjármuni til ýmissa mjög mikilvægra félagasamtaka er lúta að heilsu og velferð fólks. Ég nefni þar sérstaklega Landssamtökin Þroskahjálp og vek athygli fólks á því að þau samtök standa utan lottókerfisins. Ríkið einkaver hagsmuni Ungmennafélags Íslands, Öryrkjabandalagsins og ÍSÍ hvað lottóið varða en mörg þessara félaga komast ekki inn í þann sjóð og eiga því mjög erfitt með að afla sér fjár utan hins lögvarða og einkavarða lottókerfis, þar á meðal Landssamtökin Þroskahjálp sem þurfa með þessum hætti að leggjast á hnén gagnvart ríkisvaldinu og þiggja litla peninga.