139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Allir þingmenn eru í því erfiða verkefni að skera niður og hér halda menn magnþrungnar ræður. Það er í sjálfu sér rétt að bak við tölurnar sem verið er að skera niður er fólk. Maður mundi þá ætla að það væri auðvelt fyrir okkur að taka það niður sem er fullkomlega óþarft. Hér er um að ræða stofnun sem er fullkomlega óþörf en meiri hlutinn ætlar að bæta peningum í hana. Þetta er stofnun að mestu leyti í kringum bankaráð Landsbankans og hún á m.a. að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins sem henni hefur ekki tekist að gera. Öllum markmiðum stofnunarinnar er hægt að ná með öðrum hætti en að búa til bankabákn.

Virðulegi forseti. Það er ekki sannfærandi þegar stjórnarþingmenn koma hingað og tala um að þeir vilji koma í veg fyrir niðurskurð hér og þar á meðan þeir auka (Forseti hringir.) fjármuni í svokallaða Bankasýslu ríkisins.