139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í þessum lið eru dulin fjárframlög til húsaleigubóta. Við sjálfstæðismenn í hv. félagsmálanefnd höfum beðið um sérstakan fund um málefni þeirra heimila sem eru leigutakar. Sá hópur telur um 20 þús. heimili. Sjötta hvert heimili á Íslandi hefur fallið dálítið í skuggann af umræðu um vandamál skuldara og ég tel að það þurfi virkilega að fara að skoða vandamál þessa fólks, sérstaklega þeirra sem hafa orðið atvinnulausir vegna þess að atvinnuleysið er forsendubrestur. Fólk þarf að borga verðtryggða húsaleigu og hefur jafnvel dottið niður í tekjum um fleiri hundruð þúsund króna, sum heimili sem hafa orðið atvinnulaus, og lent í verulega miklum vanda. Ég hygg að þegar hv. félagsmálanefnd hefur skoðað þetta og séð í hvers konar ógöngum sumir leigjendur hafa lent verði að hækka (Forseti hringir.) þetta eitthvað.