139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er rétt að þessi liður er allt of hár og við þurfum að vinna öll saman að því að ná niður halla á ríkissjóði. Við sjálfstæðismenn viljum gera það með því að stækka kökuna, með því að auka atvinnu í landinu með öllum ráðum. Það er samt ýmislegt gott í þessu. Lánshæfismat landsins hefur lækkað, vextir eru lækkandi úti í heimi og innan lands líka og krónan að styrkjast þannig að það er ýmislegt jákvætt í þessu. Það sem gæti raskað þessu allverulega er ef menn taka aftur yfir Icesave. Ég hafna því ekki alveg alfarið (Gripið fram í: Nú?) en Icesave-samkomulagið sem var samþykkt fyrir ári af fjölda þingmanna hér inni hefði kostað 45 milljarða kr. til viðbótar í vexti. Fyrir tvö ár samtals 80–90 milljarða kr. (Forseti hringir.) Þá hefði hallinn orðið myndarlegur.