139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:09]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég greiði þessum lið atkvæði mitt í því trausti að úttekt iðnaðarráðuneytisins á framtíðarfyrirkomulagi lánastarfsemi stofnunarinnar — hvað eru mörg eignarföll í þessu? — verði kynnt og hún rædd áður en þessu fé verður komið til skila. Ég tel að að þessu gerðu eigi Alþingi að rannsaka sjálft hvernig fer um Byggðastofnun í framtíðinni og þar kemur auðvitað helst til álita hvort ekki eigi að leggja stofnunina niður.