139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:10]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er fjallað um Byggðastofnun og enn einu sinni þarf að gefa með henni til að koma henni í rétt CAD-hlutfall. Hér hefur verið talað um hvers vegna það hafi verið gert. Það getur vel verið að einhver hluti af því sé vegna þess að rækjuveiðar hafi verið gefnar frjálsar. Hluti af því er líka erfðagóss frá fyrri ríkisstjórn í tíð þeirra þar sem — (Gripið fram í.) nei, virðulegi forseti, í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (Gripið fram í.) þar sem Byggðastofnun keypti skuldabréf af sparisjóðum til að koma peningum í vinnu, eins og kallað var, (Gripið fram í: Gerðist ekkert í tvö ár?) og þeir peningar upp á 1,5 milljarða kr., virðulegi forseti, eru allir tapaðir. Það er eðlilegt að þeim sem stjórnuðu þá sé illa við að þetta sé rifjað upp. Ég taldi rétt að það kæmi fram en við skulum líka hafa það í huga sem stendur inni og það var rætt í hv. iðnaðarnefnd. (Forseti hringir.) Ég hvet iðnaðarráðherra til þess að láta skoða mjög alvarlega þessa stofnun og lánastarfsemi hennar.