139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þegar hv. fjárlaganefnd tekur þetta mál inn milli 2. og 3. umr. skora ég á hana að breyta þessu ákvæði. Hér stendur nefnilega, með leyfi frú forseta:

„7.17 Að veita Nýjum Landspítala ohf. skammtímalán vegna undirbúnings hönnunar nýs Landspítala við Hringbraut.“

Þetta er ótakmarkað. Þetta er gjörsamlega ótakmarkað og stenst ekki 41. gr. stjórnarskrár:

„Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“

Það er ekki hægt að setja ótakmarkaðar upphæðir í fjárlög. (VigH: Rétt.)