139. löggjafarþing — 46. fundur,  13. des. 2010.

kostnaðargreining á spítölum.

233. mál
[13:17]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa umræðu. Ég held að það sé komið skýrt fram að fyrir liggja ekki nægilega góðar upplýsingar og voru kannski ekki nægilega ljósar áður en menn fóru í fyrirhugaðan niðurskurð. Ekki liggur fyrir kostnaðargreining nema á Landspítalanum. Ég hvet hæstv. ráðherra til að fara í þá vinnu áður en menn fara í stefnumótunina sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.

Þá kem ég að hinum punktinum sem ég vil koma á framfæri í þessu stutta svari. Ég mundi gjarnan vilja heyra hæstv. ráðherra lýsa því yfir að sú stefna sem birtist í fjárlagafrumvarpinu hafi verið afturkölluð. Menn séu tilbúnir að fara í kostnaðargreiningu og átta sig á því, í samráði við fagmenn og heimamenn víðs vegar um landið, hvað sé réttast og eðlilegast, og birta þá stefnuna og setja hana fram í fjárlögunum en ekki öfugt.