139. löggjafarþing — 47. fundur,  14. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[15:32]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til þess að spyrja hv. þingmann í kjölfarið á ræðu hans um sérstaklega eitt atriði, önnur atriði mun ég fara betur inn á í ræðu minni á eftir.

Hv. þingmaður orðaði það einhvern veginn þannig að kostnaðargreining væri mikilvæg og hún hefði í engu eða mjög litlu farið fram á þeim heilbrigðisstofnunum sem ríkið kostar. Nú er það svo að á hjúkrunarheimilum sem ríkið borgar daggjöld til fer fram þjónustumat sem er lagt til grundvallar kostnaði, svokallað RAI-mat. Mig langar einfaldlega að fá það fram hjá hv. þingmanni hvað það er í RAI-matinu sem honum finnst vera ófullnægjandi til að leggja til grundvallar við kostnað á mati á þeirri þörf sem íbúar á hjúkrunarheimilum hafa.