139. löggjafarþing — 47. fundur,  14. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[15:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Með þessari frestun er eingöngu verið að fresta þeim lið sem ég lýsti áðan, þ.e. um samning varðandi daggjöld vegna heilbrigðisþjónustu sem veitt er á hjúkrunarrýmum sjúkrahúsa og hjúkrunarrýmum öldrunarstofnana og hjúkrunarheimila.

Annar forsendubrestur hefur líka orðið, hann varð 8. október 2008, fyrir tveimur árum. Lögin tóku gildi 1. október 2008, nokkrum dögum síðar, viku síðar varð hér efnahagshrun.

Það er ekki verið að breyta lögunum um Sjúkratryggingar Íslands að neinu leyti öðru en því að verið er að fresta þessu eina ákvæði. En hér varð efnahagshrun og frá þeim tíma hefur heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands átt nóg með að vinna sína vinnu án þess að leggja í þá vinnu að setja DRG-greiningar á allar heilbrigðisstofnanir og öldrunarstofnanir sem geta vel unað við RAI-matið eins og þær hafa í dag.