139. löggjafarþing — 47. fundur,  14. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[15:42]
Horfa

Frsm. minni hluta heilbrn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að svara fullyrðingum hv. þingmanns um forsendubrestinn ætla ég að vísa í það félag sem ég veit ekki hvort hv. þingmaður enn þá í en var í. (ÞBack: Jú, jú, jú. …) Já, hv. þingmaður greiðir gjöldin, gott. Í umsögn þess segir, með leyfi forseta:

„Stjórnin [þ.e. stjórn FÍH] fullyrðir að með skýrum þjónustusamningum fáist meira fyrir það fé sem veitt er til reksturs hjúkrunarheimila hér á landi.“

Þetta eru ekki orð okkar sjálfstæðismanna, þetta er í umsögn frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem mælir algjörlega gegn þessari frestun.

Varðandi það að Sjúkratryggingar séu ekki tilbúnar þá vantar vilja hæstv. ráðherra til þess að flytja starfsmenn yfir og ganga frá samningum milli Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands. Það er það sem gera þarf til að menn geti haldið áfram á þessari vegferð.