139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

mannvirki.

78. mál
[11:11]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Frekar mikil sátt var um frumvarpið í umhverfisnefnd. Það var samt sem áður uppi ágreiningur varðandi það hvert markaðseftirlit með rafföngum skyldi fara. Málið hefur því breyst í meðförum nefndarinnar. Ég skrifaði undir þetta nefndarálit með fyrirvara vegna þess að að mínu mati á markaðseftirlitið að vera í nýrri Mannvirkjastofnun í stað þess sem það er núna, hjá Neytendastofu.

Það er loforð í frumvarpinu um að ráðuneytin sem á málunum snerta skoði þau og verði þá færð þegar þar að kemur. Við í þingflokki framsóknarmanna samþykkjum frumvarpið með það fyrir augum að sem mest sátt sé um málið.