139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[11:22]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið við 1. og 2. umr. málsins höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins stutt meginmarkmið frumvarpsins að stytta fyrningartíma krafna að gjaldþrotaskiptum loknum og teljum að í því felist mikilvæg breyting. Við höfum hins vegar bent á í þessari umræðu að það kunni að vera gallar á formi leiðarinnar sem lagt er upp með, tæknilega séð. Eins að verið sé að vekja of miklar væntingar í sambandi við þetta frumvarp. Gjaldþrot hlýtur alltaf að vera neyðarlending frekar en úrræði fyrir fólk í skuldaerfiðleikum. Engu að síður er meginbreytingin jákvæð. (Forseti hringir.) Við munum hins vegar sitja (Forseti hringir.) hjá við þessa umræðu en styðja breytingartillögur sem lagðar eru fram af hálfu allsherjarnefndar.