139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[11:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Því miður er ekki hægt að setja afturvirk lög þrátt fyrir að Íslendingar hafi gengið í gegnum dæmalausar aðstæður á haustdögum 2008. Varðandi lagaskil er löggjafanum ekki heimilt að fara yfir þau mörk því réttindin eru varin í stjórnarskránni. Yngri lögum verður ekki beitt um stofnuð réttindi eða annars ástands þó samningur sé enn virkur eða ástandið vari enn, auk þess sem gildi löggjörningsins ber að meta samkvæmt reglum sem giltu þegar stofnað var til hans.

Frú forseti. Ég vil koma þessu á framfæri því miklar væntingar eru bundnar við frumvarpið verði það að lögum. Þeir samningar sem koma til með að reyna sérstaklega á eru löngu gerðir.

Ég vísa í dóm Hæstaréttar frá því fyrr á þessu ári þar sem það kom skýrt fram að nýrri lögum yrði ekki beitt fram yfir eldri lög. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins alls.