139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir ræðu hv. formanns fjárlaganefndar um framhaldsnefndarálit meiri hlutans.

Mig langar að spyrja nokkurra spurninga. Gert er ráð fyrir að lagður verði skattur á fjármálastofnanir til að standa undir sérstökum vaxtaniðurgreiðslum til heimila. Þetta eru um 6 milljarðar. Hvar eru lögin eða lagafrumvarpið sem stendur að baki þessu? Hefur verið gert samkomulag o.s.frv.?

Þá langar mig til að spyrja líka um vegamál, 6 milljarðar sömuleiðis, þetta eru allt saman 6 milljarða slumpar. Þetta á að greiðast með skatttekjum framtíðarinnar. Er þetta heimilt? Er heimilt að segja að við ætlum að leggja skatt einhvern tímann á umferðina og það eigi að standa undir einhverri lánsfjárheimild núna? Ég efast um að þetta sé heimilt, frú forseti.