139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér eru ekki fluttar breytingartillögur sérstaklega varðandi Íbúðalánasjóð eins og hv. þingmaður kom inn á áðan.

Varðandi Bíó Paradís þá er það alveg sérstakt kvikmyndahús sem rekið er eins og ég fór vandlega yfir áðan, það stendur fyrir kvikmyndahátíðum, bæði smáum og stærri, og það stendur líka fyrir fræðsluverkefnum sem stuðla m.a. að kvikmyndalæsi unglinga. Styrkur til rekstrar kemur, ef þessi tillaga nær fram að ganga, frá ríkinu en einnig frá Reykjavíkurborg einmitt í sama tilgangi, til að ýta undir það fræðslu- og menningarstarf sem þarna er frábrugðið öðrum kvikmyndahúsum.