139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:01]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður gagnrýnir þau áform að við séum að fara af stað með 6 milljarða kr. framkvæmd í vegamálum. Ég er henni ekki sammála um að þetta sé algjörlega óundirbúið og ófullbúið mál. Ég held að það sé mikilvægt fyrir atvinnustigið að við förum í þessar framkvæmdir. Hin vegar þarf að ræða betur útfærsluna á vegtollunum og veggjöldunum, hvaða nöfnum sem við viljum kalla það. En það stendur ekki í vegi fyrir því að við getum farið að undirbúa þessar framkvæmdir og undirbúa fjármögnun þeirra.