139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[19:22]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að krónan hafi reynst okkur illa. Það er hins vegar alveg ljóst að við losnum ekki við hana á einni nóttu. Þó að samningarnir við Evrópusambandið gangi vel og verði samþykktir losnum við ekki við krónuna daginn eftir, það tekur langan tíma. Ég tel þó að við hljótum að stefna að því sem og því að gera samninga við Evrópusambandið sem verða samþykktir og eftir það hljótum við að fara inn í það kerfi að taka upp evruna.

Ég hef hins vegar sagt stundum að jafnvel ef samningar við Evrópusambandið verða ekki samþykktir sitjum við uppi með krónuna og það yrðu okkar stærstu vandræði. Ég held að við stefnum þangað.

Hv. þingmaður var síðan með langa romsu af ýmsum spurningum um stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég get ekki farið yfir það allt (ÞKG: Bara peningamálum.) á þessum — bara peningamálum? Þá hef ég svarað spurningunni.