139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ársins 2011 stendur nú fyrir dyrum. Í meðferð þingsins hefur það tekið töluverðum breytingum, sumar reiknaðar stærðir vegna breyttra forsendna en aðrar vegna nánari yfirferðar og athugunar bæði í ráðuneytum og í nefndum þingsins. Heilbrigðismálin hafa tekið breytingum til batnaðar, hið sama má segja um menntamál og önnur velferðarmál, kjör atvinnuleitenda batna og grunnur elli- og örorkulífeyris hækkar nái frumvarpið fram að ganga. Þrátt fyrir endurskipulagningu og niðurskurð í ríkisrekstri hefur tekist að standa vörð um grunnþjónustu, bæta hag þeirra sem búa við knöppust kjör og standa við sett efnahagsmarkmið, og það er vel af sér vikið. [Kliður í þingsal.]