139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um tvenn fjárlög, annars vegar frá hæstv. fjármálaráðherra og hins vegar frá Sjálfstæðisflokknum. (Gripið fram í.) Hæstv. fjármálaráðherra leggur til skatta og niðurskurð, doða og deyfð, vonleysi og svartsýni. (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] Það eru mörg merki á lofti, minnkandi fjárfestingar og minnkandi hagvöxtur, um að þessi stefna sé gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að skattleggja (Gripið fram í: … gjaldþrota.) séreignarsparnaðinn og fella niður alla skatta vinstri stjórnarinnar frá 1. maí, (Gripið fram í: Það er búið að prófa …) verkalýðsdeginum. (Gripið fram í: Það er búið að prófa …) Við ætlum að fella niður alla skatta og við ætlum að auka þjóðinni bjartsýni, (Gripið fram í: Hún er of dýr.) gefa henni framtíðarsýn og von til framtíðar þannig að eftir 10 ár lifum við góðu lífi hér á þessu landi en ekki í landi stöðnunar og fátæktar. [Frammíköll í þingsal.]