139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Forsendubresturinn eftir hrun var aðallega missir atvinnu og þar með minnkandi tekjur heimilanna sem gerir þeim erfitt fyrir að greiða af lánum og húsaleigu. Hér leggjum við sjálfstæðismenn til að fiskveiðikvótinn verði aukinn þannig að atvinna skapist í landinu. Þetta land þarf aðallega atvinnu og við eigum að samþykkja þessa tillögu, auka atvinnu í kringum sjávarútveg og svo ættum við að sjálfsögðu að virkja miklu meira en við höfum gert og fara á fullt með það að skapa atvinnu. Ég segi já.