139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að ríkið nái í þá eign sem það á í ósköttuðu fé séreignarsjóðanna. (Gripið fram í: Má ég …?) Það breytir engu fyrir þá sem eru tryggðir í séreignarsjóðunum, það breytir engu fyrir sjóðina sjálfa, við erum búin að leysa það þannig, og þetta gefur ríkissjóði 80 milljarða kr. sem gerir honum kleift að fella niður alla skatta vinstri stjórnarinnar, alla, líka (Gripið fram í: Auðlegðar?) það að verðtryggja persónuafsláttinn. Við ætlum auk þess að lækka tryggingagjaldið til að skapa og örva atvinnu í landinu. Ég er mjög ánægður með þessa tillögu, þarna er verið að gera okkur kleift að komast út úr þeirri kreppu sem núverandi ríkisstjórn hefur komið landinu í [Hlátur og lófatak í þingsal.] og getur hugsanlega komið okkur úr þeirri kreppu — (Forseti hringir.) og ég segi já.