139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:44]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við sjálfstæðismenn bjóðum hér upp á aðra stefnu í ríkisfjármálum en stjórnarflokkarnir. Tillögum okkar hefur verið hafnað, stjórnarflokkarnir hafa kosið helför skatta og dróma í atvinnulífinu. Ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki saman um sparnað og niðurskurð eins og við sjáum í atkvæðagreiðslunni og á fjárlagafrumvarpinu. Aftur á móti ná ríkisstjórnarflokkarnir, og hafa náð, alveg sérstaklega vel saman um skattahækkanir. Við bjóðum hér upp á að lækka skatta á fyrirtæki og atvinnulíf um 46 milljarða kr. Ef það mundi ekki hjálpa atvinnulífinu (Forseti hringir.) af stað væri eitthvað meiri háttar að. (Forseti hringir.) En þið hafið hafnað þessu, hv. þingmenn. [Hlátur í þingsal.]