139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:47]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég legg enn og aftur áherslu á að á bls. 3 eru skattar á vöru og þjónustu. Við erum hér í lið 29. b að leggja til 6 þús. millj. kr. á árinu 2011 og aðrar 6 þús. millj. kr. á árinu 2012 til að koma til móts við skuldavanda heimilanna á sama tíma og við hækkum hér gjöld sem auka skuldavanda heimilanna. Þetta er sama þversögnin og hefur alltaf verið, þetta eru óásættanleg viðbrögð.