139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í þessum breytingartillögum kristallast helskattar ríkisstjórnarinnar. Hér er haldið áfram með skattlagningu á heimili og fyrirtæki, gömlu skattahækkanirnar, og allt heldur áfram. Auk þess eru lagðir til auknir skattar upp á 6 þús. millj. kr. sem ekki eru nákvæmlega útfærðir. Vegna þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur fær ríkissjóður hins vegar þetta fé vegna skatta sem lagðir eru á löskuð heimili og fyrirtæki. Ég get hvorki greitt atkvæði með þessu né á móti því. Ég sit hjá.