139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:52]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég dreg þessa tillögu til baka fyrir hönd okkar flutningsmanna. Ástæða þess er einfaldlega sú að hér hafa verið greidd atkvæði um hluta af þeim breytingartillögum sem við lögðum fram í fjárlaganefnd og hafa verið bornar hér upp. Hér er á ferðinni örlítill bati af áhrifum þess ef þingið hefði fallist á þær breytingartillögur sem við lögðum til. Það er beint samhengi á milli þessara tillagna og þess vegna er rökrétt að draga tillöguna á þskj. 539 til baka.