139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:58]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég tel jákvætt að milda niðurskurðinn í heilbrigðismálum eins og tillaga hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar gengur út á og styð hana. Ég kem hins vegar hingað upp til að lýsa þeirri skoðun minni að í stað þess að smyrja fjármunum út flatt sé mun æskilegra að forgangsraða fjármununum þannig að þeim yrði útdeilt eftir ákveðnum fyrir fram gefnum forsendum og stefnu. Á næstu árum þarf að forgangsraða og hagræða í velferðarþjónustunni. Til þess að hægt sé að ná fram æskilegum breytingum sem bæði nýta fjármuni betur og bæta þjónustuna þarf að forgangsraða. Sú forgangsröðun, sem verður að fara fram, krefst mjög mikils pólitísks hugrekkis, bæði hjá ríkisstjórnarflokkunum og stjórnarandstöðunni. Ég vona svo sannarlega að við náum að vinna þetta betur en nú náðist. Ég tel að heilbrigðisþjónustan geti orðið (Forseti hringir.) og verði ásættanleg eins og frumvarpið mun líta út. Ég segi já við þessari tillögu.