139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:02]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér koma til atkvæða fjölmargir liðir sem snúa að aðalskrifstofum ráðuneytanna. Hér er einfaldlega verið að leggja til að aðalskrifstofur ráðuneytanna taki á sig sömu hagræðingarkröfu og ríkisstjórnin sjálf hefur lagt upp með. Hún hefur sagt að leggja eigi almenna 9% hagræðingarkröfu á stjórnsýslustofnanir almennt en hlífir sjálfri sér, hlífir aðalskrifstofum ráðuneytanna. Þetta kemur þvert ofan í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem framkvæmd fjármálaráðuneytisins með eigin tillögum um launalækkun í ráðuneytum er harðlega gagnrýnd. Ég segi já við þessari tillögu, frú forseti.