139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:10]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Það sem hér er verið að greiða atkvæði um er tillaga um að á næsta ári haldi kjör hópsins sem hér um ræðir, ellilífeyrisþegar, í horfinu við áætlaðar verðlagsbreytingar á næsta ári. Það breytir því ekki að hópurinn hefur sætt skertum kjörum þannig að nærri hefur verið vegið að algerri lágmarksframfærsluþörf hópsins, eldri borgara. Að sjálfsögðu styðjum við að kjör hópsins haldi í við verðlag á næsta ári. Ríkisstjórnin er engu að síður sek um að hafa vegið allt of nærri lágmarksmannréttindum þeirra sem hér er um að ræða.