139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til aukna fjármuni í atvinnuleysisbætur til að mæta langtímaatvinnuleysi. Við mætum hópi fólks sem hefur glímt við atvinnuleysi og komið illa út úr því. Atvinnuleysi í landinu hefur sem betur fer farið minnkandi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég bind miklar vonir við átakið sem er hafið í skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, að aðgerðin hleypi lífi í vinnumarkaðinn.

Annars vil ég segja það að atvinnuleysi hefur minnkað og það er þessari ríkisstjórn að þakka sem tók við ástandi sem var ömurlegt. [Kliður í þingsal.]