139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tel að þeir sem verst eru staddir í þjóðfélaginu séu þeir sem hafa misst atvinnuna. Sérstaklega þeir sem hafa föst útgjöld eins og meðlög með börnum, leigu og annað slíkt. Þeir eru í mjög slæmri stöðu, sumir geta alls ekki lifað.

Við erum að greiða atkvæði um að lengja atvinnuleysisbæturnar. Ég segi það, en það er slæmt. Það á ekki að þurfa. Það á ekki að vera svo mikið atvinnuleysi og það að atvinnuleysi hafi minnkað eins og hér var nefnt er vegna þess að fólk flytur út. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Fólk flyst út og þá minnkar atvinnuleysið. Það finnst mér ekki vera jákvætt. Að sjálfsögðu á að skapa atvinnu. Það var fellt áðan tækifæri til að skapa atvinnu með því að fella niður alla skatta. En ég segi já við þessu engu að síður vegna þess að það er verið að bæta langtímaatvinnuleysi sem stafar af helstefnu ríkisstjórnarinnar.