139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:23]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að bæta við 40 millj. til niðurgreiðslu á húshitun miðað við það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu í upphafi. Nú er það svo að það kostar um 215 þús. kr. á ári að kynda einbýlishús í Reykjavík en það kostar 415 þús. kr. úti á landsbyggðinni sem er 222% munur. Það eru einungis 10% þjóðarinnar sem búa við þann veruleika að þurfa að greiða þetta óréttláta og háa orkuverð. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta skref í rétta átt og ég fagna því og segi því já.