139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Það er ekki hægt að koma bara upp til að gagnrýna ef maður hefur ekki jafnframt kjark til að koma upp og þakka fyrir það sem vel er gert. Það kann að kallast kjördæmapot og það má þá bara vel vera, en ég þakka hv. fjárlaganefnd fyrir lið 08-491 þar sem gerð er tillaga um 15 millj. kr. hækkun til Reykjalundar til reksturs á sérhæfðri deild fyrir ungt fólk með heilaskaða. Það skiptir máli og ég þakka fyrir það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)