139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:36]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar að óska þingheimi til hamingju með þessa ákvörðun. Þetta er ábyggilega eitt af bestu málunum sem við afgreiðum í dag og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að hugsa meira um framtíð barnanna okkar og ég vonast til að við gerum það í störfum okkar og þeirri umræðu sem verður í framhaldinu. Mig langar til að óska þeim ágætu baráttukonum sem hafa beitt sér fyrir þessu máli til hamingju með daginn og senda þá sérstaklega okkar ágæta fyrrverandi félaga á þingi, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, góðar kveðjur. Til hamingju.