139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:39]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga endurspeglar sannarlega þau mjög svo óvönduðu vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við niðurlagningu Varnarmálastofnunar og meðferð öryggis- og varnarmála Íslendinga á þessu ári. Ég auglýsi jafnframt eftir þeirri vinnu sem hæstv. utanríkisráðherra lofaði að mundi fara af stað í haust þar sem allir flokkar á þingi kæmu saman að því að móta eina skýra öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland þannig að við vissum hvert við ætluðum að stefna með þetta. Það gerum við ekki í dag eins og við sjáum þegar þetta kemur fram við 3. umr. þannig að ég ítreka að ég óska eftir upplýsingum um það hvenær sú vinna eigi að fara af stað.