139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Breytingartillagan sem við greiðum nú atkvæði um felur það í sér að breytt er fjárlagaliðum til samræmis við breytt heiti ráðuneyta samkvæmt frumvarpi sem samþykkt var á þingi í september um stofnun innanríkisráðuneytis í stað samgöngu- og dómsmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis í stað heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis. Við sjálfstæðismenn stóðum gegn þeim breytingum sem samþykktar voru í september en við sjáum ekki annað en að eðlilegt sé að styðja þessar breytingar sem eru afleiðing af hinni fyrri breytingu en ítrekum að við teljum að það skref sem stigið var með breytingunni í september hafi verið til óheilla varðandi skipulag Stjórnarráðsins.