139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:57]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi segja að við sjálfstæðismenn erum mjög hlynntir framkvæmdum og fer það ekki milli mála, sérstaklega í vegagerð. Í verkefninu sem var samþykkt þegar við fórum af stað og er vísað í í þessum lögum frá 2010 var gert ráð fyrir allt öðrum forsendum en menn ræða um í dag, þ.e. þá var gert ráð fyrir því að greiddar yrðu 160–180 kr. jafnt af hverri stofnbraut. Nú eru menn farnir að ræða allt aðrar hugmyndir og allt aðrar útfærslur á þessum verkefnum.

Þetta mál hefur ekki verið kynnt, hvorki áhættumatið né viðskiptaáætlunin, eftir þessar breytingar, eftir að slitnaði upp úr viðræðum við lífeyrissjóðina og ég tel mjög mikilvægt að það verði gert áður en þingið tekur endanlega ákvörðun. Þess vegna mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu í dag.