139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[13:11]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Það verður að segjast eins og er að það er hvorki góður bragur né mikil reisn yfir samþykkt þessa fjárlagafrumvarps. (Gripið fram í: Annað … Sjálfstæðisflokknum.) Stjórnarmeirihlutinn telur á pappírunum 35 alþingismenn en nú hafa þrír hv. þingmenn (Gripið fram í.) Vinstri grænna ákveðið af eðlilegum ástæðum að styðja ekki þetta frumvarp. Það þýðir að einungis 32 af 35 þingmönnum stjórnarliðsins samþykkja (Gripið fram í: Meiri hlutinn …) frumvarpið. Það þýðir að þetta fjárlagafrumvarp hangir á horriminni og líf ríkisstjórnarinnar þar með á bláþræði. (Gripið fram í: Hver er horrimin?) Þar ríður baggamuninn stuðningur hv. þm. [Kliður í þingsal.] Þráins Bertelssonar sem hóf þetta kjörtímabil í stjórnarandstöðu en gekk svo í þingflokk Vinstri grænna (Gripið fram í.) og tryggir að þetta skelfilega skattpíningarfrumvarp ríkisstjórnarinnar (Forseti hringir.) er samþykkt með naumindum. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) Ég held að þessi niðurstaða ætti að verða tilefni fyrir hæstv. forsætisráðherra og ríkisstjórn (Forseti hringir.) til að hugsa sinn gang og spyrja að því …

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur hv. þingmann til að virða tímamörk.)

… hvað getur verið … sem hæstv. fjármálaráðherra talaði um hér. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)