139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

219. mál
[13:18]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með þessu frumvarpi. Það er nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið fái auknar fjárveitingar. Það stendur í miklum stórræðum þessa dagana. Eins og kom skýrt fram mun það þurfa fjárveitingarnar til skamms tíma á meðan á rannsóknarverkefnunum stendur.

Á hinn bóginn tel ég að það sé rétt að skoða heimildirnar eins og þessar þar sem gjöld eru innheimt af stofnunum og tel ég að stofnanir setji sér sín eigin fjárlög. Ég held að við þurfum að skoða það. Þó að það sé nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið sé sjálfstæð stofnun þá þýðir það ekki í mínum huga að efnahags- og viðskiptaráðuneytið, sem það heyrir undir, eigi ekki að hafa neina skoðun á því hve mikið umfang þess þarf að vera.