139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:21]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur andsvarið. Ég er ekki sammála þessari málsmeðferð. Ég tel að það liggi ekkert á og þetta sem fólk kallar að nýta tímann vel er afstætt. Þessi tími nýtist best með því að gefa þingmönnum færi á að lesa yfir gögn málsins sjálfir allir í jólafríinu. Það að 11 manna þingnefnd, og hugsanlega fleiri, verði kölluð til vinnu í jólaleyfi heitir ekki að þingið sé í fríi eða hvíld. Það heitir að þingið sé að vinna í málinu þó að þingfundur sé ekki settur.

Eins og ég sagði áðan geld ég varhuga við því að málið verði rekið áfram með þessum hætti og hvet alla þingflokksformenn og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar til að gefa mönnum einfaldlega andrými fyrir þetta mál og hvíla sig vel frá þingstörfum og frá Icesave áður en tekist verður á við það aftur.