139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

Icesave.

[10:48]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Hvers vegna fara mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? Það er ef málin eru gríðarlega umdeild (Gripið fram í.) á Alþingi eða í samfélaginu. (Gripið fram í: Þjóðin …) (Gripið fram í.) Í byrjun árs söfnuðust 60–70 þús. undirskriftir með kröfu um að Icesave færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. (Gripið fram í: Það …) Ég studdi það.

Núna liggja fyrir drög að samkomulagi sem eru allt annars eðlis og miklu hagfelldari. Núna bíður þingsins að leggjast málefnalega yfir það mál og af þeirri niðurstöðu munu viðbrögðin í samfélaginu ráðast. (Gripið fram í: Þingflokkurinn …) Forsetinn tekur ekki afstöðu til máls, samkvæmt mínum skilningi, (Gripið fram í: Alþingi …) með tilliti til málsins sem slíks (GÞÞ: Svaraðu spurningunum.) heldur með tilliti til viðbragðanna í þjóðfélaginu. Viðbrögð mín (Gripið fram í: Svaraðu …) ráðast af málefnalegri skoðun á málinu, (Gripið fram í.) athugun á því. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Hér talar maður sem er ekki reiðubúinn að setjast málefnalega yfir málið (Forseti hringir.) og skoða það með þessum hætti. Það er dapurlegt (Gripið fram í: Svaraðu.) hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er að taka niður um sig (Forseti hringir.) í Icesave-málinu og ég mun gera grein fyrir því í þinginu síðar. [Háreysti í þingsal.]