139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[11:12]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég fagna sérstaklega samþykkt þessa frumvarps sem er mikil réttarbót og nauðsynleg í kjölfar efnahagshruns á Íslandi. Þetta styrkir samningsstöðu skuldugs fólks gagnvart kröfuhöfum sínum og á almennt eftir að verða til góðs fólki sem á við mikinn vanda að stríða, ræður ekki við mál sín en getur núna fyrir vikið reist sig við að nýju.