139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

fundarstjórn.

[14:54]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það er mig eins og hæstv. utanríkisráðherra, ég kem sem friðflytjandi í þennan ræðustól. Aðeins út af orðum hv. þm. Marðar Árnasonar sem fór að spyrja mig um það af hverju hvalaafurðir seldust ekki nægilega vel í Japan. Af hverju dettur manni ekki í hug að spyrja t.d. hæstv. menntamálaráðherra að því af hverju bóksalan hafi farið aðeins hægar af stað í haust? (Utanrrh.: Hún gerði það ekki.) Það er auðvitað ekki á verksviði einstakra ráðherra að selja afurðir og ég held að hv. þingmaður ætti að fara að læra það. Það er einfaldlega þannig að ég treysti ríkisstjórn Íslands vel til þess að halda á málstað Íslands í hvalamálinu.

Ég heyri það sem hæstv. utanríkisráðherra segir og auðvitað verður það ekki þannig að hæstv. sjávarútvegsráðherra fari að hvetja til þess að hætta hvalveiðum til að greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eða trúir því einhver?