139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í hv. félags- og tryggingamálanefnd var rætt mjög ítarlega um stöðu Sólheima. Settur var ákveðinn kafli inn í greinargerðina til að tryggja að rekstur Sólheima héldi áfram enda er um mjög athyglisvert og áhugavert verkefni að ræða sem ekki má fara forgörðum.

Sú tillaga sem við ræðum, að Sólheimar semji við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, er að mínu mati út í hött. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga semur ekki við einstaka aðila, ekki frekar en ríkisféhirðir, og hefur enga aðstöðu til að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar eða kostnaði vegna hennar. Hann er vanbúinn til þess, ég mundi ekki treysta honum til þess. Ég held að það sé miklu betra að Sólheimar semji við það svæði sem þeir heyra til. Þar er þekking og skilningur á málefnum Sólheima. Ég segi því nei við þessari tillögu.