139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[21:15]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir svarið og ætla svo sem ekkert að deila við hann um það sem gerðist á nefndarfundum sem ég sat ekki á, það eru aðrir sem kunna þá sögu betur. Ég vil hins vegar nefna það að tilefni spurninga minna er svo sem ekki bara alls konar atburðir og atburðarás sem átt hefur sér stað í þinginu síðustu sólarhringa, og raunar lengur, heldur líka það að fyrr á þessu ári varð hér opinber ágreiningur vegna gerðar fjárfestingarsamnings vegna eins gagnavers af þessu tagi þar sem m.a. birtist mjög skýr pólitískur ágreiningur. Það var ekki algjörlega út í loftið sem ég velti fyrir mér hvort um væri að ræða pólitískan áherslumun í þessum efnum.